Laugardagur 27. janúar 2007
Góðan dag,
Ef mér skjátlast ekki þá á Hlöðver fyrrum mágur afmæli í dag og verður hálf níræður. Til lukku með daginn Hlöðver. Sorry ég komst ekki í heimsókn þarna um daginn. Hálf aulalegt þar sem ég var nú ekki langt frá.
Við sitjum hérna ég og krakkarnir og bíðum eftir smákökunum sem við hentum í ofninn. Ég er konungur tilbúins eða hálftilbúins bakkelsis. Þessar kökur byrjuðu sína ævi í verksmiðju út í heimi og enda svo væntanlega í skolpkerfi Odense borgar svona þegar fer að líða á helgina. Þó er það einlæg von mín að eitthvað af þeim sitji eftir sem fituforði í skrokknum svo maður hafi eitthvað til að hlaupa upp á síðar meir ;)
Annars er það nú að frétta að ég er bara fjandi einmanna þessa dagana og bíð eftir svari frá Ítalíu...frekar leiðinlegt að bíða svona...maður bara gerir ekki baun og samt er ég í baunalandi. Ég ætla að reyna að búa mér til stundatöflu í næstu viku og reyna að fylgja henni eftir...ræktin klukkan x, hugleiðsla klukkan xx og væntanlega stundatafla endurskoðuð klukkan xy... Þannig að vikan lítur vel út.
Ég er mikið búinn að hugsa um uppeldi þessa dagana. Ég vildi stundum óska að það væri til strokupróf sem sýndi hvort maður væri að gera rétt eða ekki. Beini þessum orðum mínum til Helga vinar míns að finna upp slíkt próf. Væri mjög hentugt fyrir foreldra sem hafa sent barnið í skammakrók eða álíka viðurlög og berjast við að slökkva á samviskubitsbálinu með hálfum líter af ákavíti.
Jæja ætli ég láti þessu ekki lokið í bili...áfram Ísland...vonandi koma Slóvenar ekki úthvíldir í leikinn, því þeir tóku einum frídegi meira en aðrir miðað við frammistöðu þeirra á móti Frökkum.
kveðja,
Arnar Thor
Ef mér skjátlast ekki þá á Hlöðver fyrrum mágur afmæli í dag og verður hálf níræður. Til lukku með daginn Hlöðver. Sorry ég komst ekki í heimsókn þarna um daginn. Hálf aulalegt þar sem ég var nú ekki langt frá.
Við sitjum hérna ég og krakkarnir og bíðum eftir smákökunum sem við hentum í ofninn. Ég er konungur tilbúins eða hálftilbúins bakkelsis. Þessar kökur byrjuðu sína ævi í verksmiðju út í heimi og enda svo væntanlega í skolpkerfi Odense borgar svona þegar fer að líða á helgina. Þó er það einlæg von mín að eitthvað af þeim sitji eftir sem fituforði í skrokknum svo maður hafi eitthvað til að hlaupa upp á síðar meir ;)
Annars er það nú að frétta að ég er bara fjandi einmanna þessa dagana og bíð eftir svari frá Ítalíu...frekar leiðinlegt að bíða svona...maður bara gerir ekki baun og samt er ég í baunalandi. Ég ætla að reyna að búa mér til stundatöflu í næstu viku og reyna að fylgja henni eftir...ræktin klukkan x, hugleiðsla klukkan xx og væntanlega stundatafla endurskoðuð klukkan xy... Þannig að vikan lítur vel út.
Ég er mikið búinn að hugsa um uppeldi þessa dagana. Ég vildi stundum óska að það væri til strokupróf sem sýndi hvort maður væri að gera rétt eða ekki. Beini þessum orðum mínum til Helga vinar míns að finna upp slíkt próf. Væri mjög hentugt fyrir foreldra sem hafa sent barnið í skammakrók eða álíka viðurlög og berjast við að slökkva á samviskubitsbálinu með hálfum líter af ákavíti.
Jæja ætli ég láti þessu ekki lokið í bili...áfram Ísland...vonandi koma Slóvenar ekki úthvíldir í leikinn, því þeir tóku einum frídegi meira en aðrir miðað við frammistöðu þeirra á móti Frökkum.
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli